15:59
{mosimage}
Eitthvað er litháískan að flækjast fyrir okkur hérna á karfan.is, leikur Íslands og Litháens sem hófst fyrir stundu er í beinni útsendingu á LTV World en því miður náum við ekki að grufla okkur fram úr litháískunni og finna hvar við sjáum leikinn á netinu. Nú er skýringin komin, við fundum útsendinguna en þar var bara texti sem við fengum þýddan og þar stendur að sökum réttindamála megi ekki sýna leikinn utan Litháen.
Það er þó hægt að fylgjast með lifandi textalýsingu á síðunni Krepsins, smellið hér.