spot_img
HomeFréttirLeikurinn gegn Sviss í beinni á netinu

Leikurinn gegn Sviss í beinni á netinu

Ísland mætir Sviss í undankeppni Eurobasket 2017 í Fribourg í dag kl 15:30. Liðin leika í annað sinn en Ísland hafði sigur í fyrri leiknum með 11 stigum.

 

Leikið verður í Site Sportif Saint-Leonard vellinum sem tekur nærri 3000 manns í sæti.

 

Íslenska liðið æfði í fyrsta skipti á vellinum í gær og var góð stemmning í hópnum. Jón Arnór Stefánsson var með á æfingunni og eru aðrir leikmenn klárir í slaginn.

 

Vegna þess að engin sjónvarpsstöð í Sviss mun sýna leikinn í beinni útsendingu er hann ekki aðgengilegur í gegnum gervihnött. Einungis verður leiknum streymt á netið frá Sviss og verður í hann því í beinni á ruv.is.

 

Myndasafn af æfingu má sjá hér inná.

Fréttir
- Auglýsing -