spot_img
HomeFréttirLeikur flautaður af eftir 5:58 á Asíumótinu

Leikur flautaður af eftir 5:58 á Asíumótinu

Asíumótið í körfubolta hófst í dag í Wuhan í Kína. 16 þjóðir taka þátt og lýkur mótinu 25. september. Kínverjar sem unnu Íslendinga tvisvar á dögunum voru greinilega rétt stemmdir og sigruðu Bahrain með 52 stiga mun, 101-49 í D riðli.

 
Stigahæstir Kínverja voru Liu Wei og Yi Jianlian með 15 stig hvort. Í hinum leik D riðils sigruðu Filippseyjar Sameinuðu Arabísku Furstadæmin 92-52.

Í C riðli leikur Sýrland undir stjórn Goran Miljevic sem var einn þjálfara í æfingabúðum Tindastóls í sumar. Hans menn mættu Jórdaníu í dag og töpuðu 58-71 en í hinum leik riðilsins sigraði Japan Indónesíú 81-59.

Athyglisverðustu úrslit dagsins voru í B riðli þar sem Qatar og Uzbekistan mættust. Qatar voru einungis með sjö leikmenn á skýrslu og virðist sem báðir varamennirnir hafi ekki verið tiltækir því eftir 5 mínútur og 58 sekúndur var leikurinn flautaður af. Þá voru 4 leikmenn Qatar komnir með 5 villur og því einungis einn leikmaður eftir og leiknum því sjálfhætt og sigraði Uzbekistan 27-12. Íran sigraði svo Taiwan 49-37.

Í A riðli sigraði Suður Kórea Malasíu 89-42 og Líbanon vann Indland 71-68.

Keppnin heldur áfram á morgun og er hægt að fylgjast með úrslitum leikja hér.

[email protected]

Mynd: www.fibaasia.comSaad Abdulrahman Ali var stigahæstur hjá Qatar í dag

Fréttir
- Auglýsing -