spot_img
HomeFréttirLeikur einn hjá Snæfell gegn Njarðvík

Leikur einn hjá Snæfell gegn Njarðvík

Snæfell og Njarðvík mættust í Stykkishólmi í Dominosdeild kvenna. Leikurinn var í 23. umferð deildarinnar og bæði lið í mikilli baráttu á sitthvorum staðnum í deildinni. 

 

Á meðan liðin voru með þreifingar og að hitna í fyrsta leikhluta áttu Njarðvíkurstúlkur smá tök á Snæfelli og voru komnar í 5-11. Þá settu Snæfell upp dauðapressu og vörðust hátt og uppskáru 12-0 kafla og staðan 17-11 og 18-12 eftir fyrsta leikhluta. Snæfell hittu úr nær öllum sínum þristum og skotum og voru að skjóta þetta 50-60% og annar leikhluti fór illa fyrir gestina 26-9. Staðan í hálfleik 44-21 en athygli vakti að Carmen Tyson – Thomas hafði einungis leikið í 6:47 og vermdi tréverkið óvenju mikið en þetta virtist ekki hennar dagur og kláraði hún leikinn utan vallar.

 

Spennufall varð hjá liðunum í þriðja leikhluta og hægðist aðeins á leiknum, Snæfell hafði þann leikhluta 18-8 og var staðan 62-29. Forysta Snæfells minnkaði nú eitthvað við áræðni Njarðvíkur í fjórða leikhluta sem var þeirra besti og unnu 20 -26 en Snæfellsstúlkur gíruðu einnig nokkuð niður varnarlega en stórsigur aldrei í hættu 82-55 og Snæfell heldur fast í toppsætið að sinni.

 

Þáttaskil leiksins komu þegar Snæfell smelltu í lás og tóku 12-0 kafla í fyrsta leikhluta og eftirleikurinn var þeim nokkuð auðveldur, dauðapressa og smellhittni á víð og dreif út um allar sveitir.

 

Stigahæstar hjá Snæfelli voru Aaryn Ellenberg með 15 stig, 6 fráköst. Berglind Gunnarsdóttir 10 stig, 6 stig og 5 stoðsendingar. Rebekka Rán Karlsdóttir 10 stig. Hjá Njarðvík var Karen Dögg Vilhjálmsdóttir góð með 13 stig, 7 fráköst, 4 stoðs. Linda Róbertsdóttir kom henni næst með 6 stig og 8 fráköst.

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn leiksins

 

Umfjöllun / Símon B. Hjaltalín

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson

 

Fréttir
- Auglýsing -