spot_img
HomeFréttirLeikur dagsins: Síðasta grannaglíman í Ljónagryfjunni?

Leikur dagsins: Síðasta grannaglíman í Ljónagryfjunni?

Einn leikur er á dagskrá Subway deildar karla í kvöld.

Njarðvík tekur á móti grönnum sínum úr Keflavík kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.

Fyrir umferðina var Njarðvík eitt liða í efsta sæti deildarinnar með sjö sigra eftir fyrstu níu umferðirnar. Keflavík var þó aðeins einum sigurleik fyrir aftan með sex sigra eftir jafnmargar umferðir.

Í kvöld gæti verið um síðustu grannaglímu liðanna að ræða á heimavelli Njarðvíkur í Ljónagryfjunni, en liðið mun samkvæmt heimildum mögulega flytja sig í nýtt og glæsilegt íþróttahús að þessu tímabili loknu.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Subway deild karla

Njarðvík Keflavík – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -