spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Leikur dagsins: Mikilvægur leikur Íslands gegn Sviss kl. 13:00

Leikur dagsins: Mikilvægur leikur Íslands gegn Sviss kl. 13:00

Í dag kl. 13:00 mætir Ísland liði Sviss í Laugardalshöllinni í undankeppni Evrópumótsins 2021.

Liðið tapaði fyrsta leik þessa leikjaglugga fyrir Potúgal ytra fyrir þremur dögum og þarf því nauðsynlega á sigri að halda gegn Sviss, ætli þeir sér að eygja þá von að komast á sitt þriðja lokamót í röð.

Fari svo að Ísland vinni í dag, er allt jafnt í riðlinum, þar sem að áður hafði Sviss lagt Portúgal að velli. Því má segja að þrátt fyrir að hafa byrjað þennan mikilvæga glugga á tapi, sé Ísland ennþá með örlögin í höndum sér.

Miðasala á leikinn er á Tix.is hér, en þeir sem leggja leið sína í Laugardalinn í dag eru beðnir að vita að vegna tónleika Ed Sheeran seinna í dag, verður Dalurinn lokaður bílaumferð frá því kl. 12:00. Frekari upplýsingar um lokanirnar og hvar sé hægt að leggja eru hér.

Fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að komast á leikinn verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV2. Einnig verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði af vefsvæði FIBA hér.

Karfan kíkti á æfingu hjá liðinu í gær og spjallaði við þá Hörð Axel Vilhjálmsson, Craig Pedersen, Jón Axel Guðmundsson og Martin Hermannsson um leikinn.

Viðtöl:

Craig: Þurfum að verja heimavöllinn

Jón Axel: Erum ennþá bara að slípa okkur saman

Hörður: Erum ennþá með þetta í okkar höndum

Martin: Mér finnst Tryggvi miklu betri

Fréttir
- Auglýsing -