Einn leikur er á dagskránni í dag en þá mætast Dælurnar frá Laugarvatni og Skallagrímur kl. 20:30 en leikur liðanna fer fram á Laugarvatni.
Þrátt fyrir að enn vanti þónokkur úrslit úr leikjum inn í leikjaskrá 1. deildar kvenna eru Laugdælir enn án stiga á botni deildarinnar en Skallagrímur hefur 14 stig í 3. sæti deildarinnar og urðu á dögunum fyrsta liðið til þess að vinna topplið Fjölnis og það engin smá rassskelling, 96-51!



