spot_img
HomeFréttirLeikur 3: KR-Snæfell

Leikur 3: KR-Snæfell

13:30 

{mosimage}

 

 

Snæfellingar mæta í DHL-Höllina í dag og leika þar þriðja leikinn gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir sinn hvorn heimasigurinn. Leikurinn hefst kl. 16 í dag og er í beinni útsendingu hjá SÝN.

 

KR hafði sigur í fyrsta leiknum 82-79 en heimamenn leiddu allan leikinn en Snæfell náði að minnka muninn undir lokinn. Heimamenn héldu þó fengnum hlut og héldu 1-0 í Hólminn.

 

Í Stykkishólmi var spennan gríðarleg þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum þar sem Martin Thuesen gerði sigurkörfu Snæfellinga en þetta var jafnframt eina karfa Danans í leiknum. Lokatölur í Hólminum voru 85-83 Snæfell í vil.

 

Gera má ráð fyrir frábærum körfubolta í DHL-Höllinni í dag og ætti enginn að láta sig vanta á völlinn. Sem smá upphitun fyrir leikinn hafa KR-ingar sett inn myndbrot á heimasíðu sína frá fyrsta leiknum. Það má nálgast á www.kr.is/karfa eða með því að smella á tengilinn hér að neðan.

 

http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=273101

Fréttir
- Auglýsing -