Ísland og Króatía mætast á föstudag í fyrri umspilsleiknum sínum um sæti á HM 2014 í knattspyrnu. Af þeim sökum hefur leiktímum nokkurra körfuboltaleikja á föstudag verið breytt.
Domino´s karla Haukar-KFÍ 15 nóv kl. 19.15 verður nú kl. 17.30
1 deild karla ÍA-Höttur 15 nóv kl. 19.15 verður nú kl. 17.00
1 deild karla Fjölnir-Breiðablik 15 nóv kl. 19.15 verður nú sunnudaginn 17. nóv kl. 19.15
Er þetta gert vegna landsleiks Íslands og Króatíu sem er n.k. föstudag.
Einnig verða einhverjir leikir færðir í yngri flokkum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKÍ í dag.



