spot_img
HomeFréttirLeiktíðin á enda hjá Heiðrúnu og Cobras

Leiktíðin á enda hjá Heiðrúnu og Cobras

Heiðrún Kristmundsdóttir og liðsfélagar í bandaríska háskólanum Cocker Cobras hafa sagt sitt síðasta þetta tímabilið eftir sárt tap í nótt þegar liðið fór í framlengingu gegn North Greenville University. Lokatölur 67-64 í 8-liða úrslitum Conference Carolinas riðilsins.
Heiðrún lék mest allra af báðum liðum eða 43 mínútur, skoraði 3 stig, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal þremur boltum. Stigahæst hjá Cobras var Kelley Godbout með 21 stig.
 
Cocker vann 11 leiki á tímabilinu og tapaði 6 í Conference Carolinas en liðið vann alls 11 leiki þetta tímabilið og tapaði 16.
 
Mynd/ Heiðrún í leik með yngri landsliðum Íslands á NM í Svíþjóð
 
  
Fréttir
- Auglýsing -