spot_img
HomeFréttirLeikrænir tilburðir í Ásgarði?

Leikrænir tilburðir í Ásgarði?

17:41
{mosimage}

 

(Jovan í leik með KR gegn Grindavík en hann var á mála hjá KR í vetur áður en hann fór í raðir Stjörnunnar í Garðabæ) 

Íslandsmeistarar KR munu ekki vera sáttir við leikræna tilburði hjá Jovan Zdravevski sem tókst að fiska óíþróttamannslega villu á Skarphéðinn Ingason í viðureign liðanna í Ásgarði í síðustu umferð. KR vann leikinn 105-106 en hafa nú sett saman myndbrot af meintum leikaraskap hjá Jovan.  

Skarphéðinn Ingason fer út í Jovan í þriggja stiga skoti og dæmir dómari villu á Skarphéðinn að því er virðist fyrir litlar sakir og síðar kljást þeir Jovan og Skarphéðinn með þeim afleiðingum að Skarphéðinn fær óíþróttamannslega villu dæmda á sig.  

Á heimasíðu KR segir eftirfarandi: 

Föstudaginn 29. febrúar 2008 léku Stjarnan og KR í Ásgarði í Garðabæ, hörkuleikur og mikið sem gekk á, KR sigruðu 105-106 í mikilli dramatík.  KR-ingar voru alls ekki sáttir við leikaraskap leikmanna Stjörnunnar í leiknum sem gerði dómurum leiksins mjög erfitt að dæma hann.   

Við höfum fengið sent atriði þegar Jovan í einu af fjölmörgum leikatriðum sínum í leiknum ýkir snertingu Skarphéðins og því miður kemst upp með það.  Dæmir nú hver fyrir sig.  

Myndbrotið

 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -