spot_img
HomeFréttirLeiknir áfram í Lýsingarbikarnum

Leiknir áfram í Lýsingarbikarnum

22:28

{mosimage}

Fyrsti leikur Lýsingarbikarsins þetta árið fór fram í kvöld þegar Leiknir R og Breiðablik b áttust við í Smáranum í forkeppni fyrir 32 liða úrslitin. Leikar fóru svo að Leiknir vann 82-76 og mætir Þór Þ í 32 liða úrslitunum.

 

Í leik kvöldsins leiddu Leiknismenn allan leikinn og í hálfleik var staðan 46-35.

Hjá Leikni var Sigurður Gíslason stigahæstur með 22 stig, Einar Árnason skoraði 20 og Hallgrímur Tómasson 12.

Fyrir Breiðablik skoraði Páll Guðbrandsson 19 stig, Gunnlaugur Briem 13 og Ólafur Hrafn Guðnason 12.

Við þökkum Samson Magnússyni fyrir upplýsingarnar

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -