spot_img
HomeFréttirLeikmennirnir söfnuðu 160 þúsund krónum

Leikmennirnir söfnuðu 160 þúsund krónum

20:34 

{mosimage}

Leikmenn Hauka, ÍS, Njarðvíkur og Grindavíkur söfnuðu 160 þúsund krónum fyrir Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra í leikjum Meistarakeppni KKÍ í Njarðvík á sunnudaginn. Leikmenn fengu nefnilega 2500 krónur fyrir hverja þriggja stiga körfur og 5000 krónur fyrir hverja troðslu frá fyrirtækjunum Lýsingu og Iceland Express.  

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu eða alls 15 þúsund krónum en hann var ásamt Agli Jónassyni sá eini sem náði bæði að troða boltanum í körfuna og að skora þriggja stiga körfu. Páll Axel skoraði fjóra þrista (alla í öðrum leikhluta) og tróð boltanum síðan í hraðaupphlaupi í seinni hálfleik. Egill tróð boltanum tvisvar sinnum í körfu Grindvíkinga og setti síðan þrist niður í lokin.

Hjá stelpunum söfnuðu Haukastelpurnar Helena Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir mest en báðar skoruðu þær tvær þriggja stiga körfur í leiknum. Í heildina söfnuðust á milli 7-800 þúsund krónur í söfnuninni.

Eftirfarandi aðilum eru færðar þakkir, Iceland Express og Lýsingu sérstaklega fyrir framlag sitt vegna leikjanna. Einnig leikmönnunum, dómurum, einstaklingum og fyrirtækjum sem að lögðu sitt af mörkum til þessa góða málefnis.

 

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -