spot_img
HomeFréttirLeikmenn Roma þurfa að spila vörn eins og Jón Arnór

Leikmenn Roma þurfa að spila vörn eins og Jón Arnór

12:00

{mosimage}

Í kvöld heldur einvígi Roma og Siena í ítölsku deildinni áfram. Nú fara liðin til Rómar þar sem tveir næstu leikir verða leiknir eftir tvo leiki í Siena, sem heimamenn sigruðu báða. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir Jón Arnór og félaga í Roma að ná sigri í kvöld til að halda voninni um sigur í einvíginu lifandi.

Það verður þó á brattann að sækja fyrir heimamenn sem verða að treysta á að hitta á frábæran leik og fylla höllina sem tekur 11 þúsund manns. Andrea Pugliese blaðamaður La Gazzetta dello Sport sagði í samtali við karfan.is að eiga séns þyrfti Roma að fá stig frá Jóni Arnóri og allir leikmenn að leika vörn af sama kappi og hann.

Það er klukkan 21 í kvöld að ítölskum tíma, 19 á Íslandi, sem leikurinn hefst og er hægt að fylgjast með lifandi tölfæði hér.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -