spot_img
HomeFréttirLeikmannaskipti 2006

Leikmannaskipti 2006

Leikmannaskiptin sumarið 2006 hafa ekki verið mikið í fréttum en þáttaka Bandaríkjanna í heimsmeistarakeppninni í körfuknattleik hefur að öllum líkindum fengið hvað mesta athygli í sumar. Ekki hafa verið jafn miklar breytingar á liðum líkt og undanfarin sumur en þó hafa nokkrar stórbreytingar átt sér stað.

 

 

Ben til Bulls:

Lang stærsta fréttin í ár var sú þegar Ben Wallace, samningslaus hjá Detroit Pistons ákvað það að flytja til Chicago borgar og spila með Bulls á næsta ári. Bulls buðu honum samning sem Detroit Pistons gátu ekki samsvarað og því misstu þeir verðmætasta leikmanninn sinn undanfarna ára.

 

Ben Wallace

 

 

Wallace sem hefur verið tvisvar sinnum varnarmaður ársins byrjaði feril sinn hjá Washington Wizards. Honum var síðan skipt yfir til Detroit Pistons frá Orlando árið 2000 í skiptum fyrir Grant Hill. Skömmu eftir það meiddist Hill illilega og lá ferillinn hans niður á við. Því stórgræddi Pistons á þessum skiptum vegna óheppilegrar meiðsla Hills.

 

Bulls liðið sem var spútnik lið ársins í fyrra að margra mati, verður enn öflugra í  ár með tilkomu Wallace en stór og stæðilegur center er einmitt rétta hráefnið sem vantaði í liðið. Liðið hefur einnig fram að tefla leikmönnunum á við Ben Gordon sem fór mikið fram í fyrra, og leikstjórnandann Kirk Heinrich sem lék með bandaríska landsliðinu á heimsmeistarakeppninni í sumar.

 

Því er víst að Bulls eiga jafnvel möguleika á að ógna titlinum í ár í fyrsta sinn síðan Michael nokkur Jordan hætti. Ég þori alveg að fullyrða það. Verður skemmtilegt að sjá Bulls aftur meðal toppliða.

 

 Stojakovic til Hornets: 

Eftir aðeins eitt tímabil með Pacers þá var honum Peja Stojakovic skipt yfir til New Orleans/Oklahoma City Hornets liðsins og mun hefja sitt níunda tímabil með þeim. Eins og svo margir vita af þá átti hann góð 7 ár með Sacramento Kings en nú hefjast nýir tímar hjá kappanum. Peja hitti rúmlega 40 % úr þriggja stiga skotunum sínum á seinni hluta tímabilsins með Pacers í fyrra og hefur meðal annars sigrað þriggja stiga skotkeppnina.

 

Hornets hafa ekki gert neina stórhluti í nýju borginni. Hafa þeir í raun ekki átt góða daga síðan tvíeykið fræga Larry Johnson og Alonzo Mourning léku með liðinu fyrri hlutann af tíunda áratugnum og með Mugsy Bouges tryggan við þeirra hlið.

 

Með þekktari leikmönnum Hornets á næsta tímabili verða Peja, troðslumeistarinn mikli Desmond Mason, Tyson Chandler og leikstjórnandinn Chris Paul sem hefur gert góða hluti með bandaríska landsliðinu í sumar. Einnig eru reynsluboltar á við Marc og Bobby Jackson.

 Al Harrington: 

All Harrington byrjaði NBA feril sinn árið 1998 hjá Indiana Pacers. Fór honum fram á hverju ári hjá Pacers þangað til árið 2004 leit dagsins ljós og hann fór til Atlanta Hawks. Hélt hann áfram að bæta leik sinn og núna er týndi sonurinn snúinn aftur til Indiana og er fólkið í heimabænum hans Larry Bird sátt með endurkomuna.

 

 

Á síðasta tímabili skoraði hann 18 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 7 fráköst. Verður hann mikilvæg liðsbót við Indiana liðið sem hefur átt erfið undanfarin tímabil, þó sérstaklega þegar slagsmálin miklu milli Indiana og Detroit áttu sér stað og Ron Artest var dæmdur í langt bann.

Gaman verður að sjá hvort að Harrington nær að hjálpa Jermaine O’Neal eitthvað með að endurná þá virðingu sem Pacers liðið hefur oft verið með.

 

  Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -