spot_img
HomeFréttirLeikmannaskiptaglugginn lokar 15. nóvember

Leikmannaskiptaglugginn lokar 15. nóvember

Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka þann 15. nóvember á miðnætti. Það þýðir að ekki verður hægt að skipta um lið í öllum flokkum fyrir alla aldurshópa eða hljóta leikheimildir fyrr en glugginn opnar að nýju þann 1. janúar 2014.
 
Það þýðir að frá og með 16. nóvember og til áramóta er glugginn lokaður og svo er hann opinn allan janúar frá þeim 1. til og með 31. janúar. Þá lokar glugginn í annað sinn og verður lokaður út keppnistímabilið.
 
Fréttir
- Auglýsing -