Breska körfuboltasambandið tilkynnti á dögunum 24 manna æfingahóp fyrir Eurobasket 2017 sem liðið tekur þátt í. Í hópnum kennir ýmissa grasa, Ben Gordon fyrrum leikmaður Chicago Bulls er meðal leikmanna og leikmaður úr Dominos deild karla svo einhverjir séu nefndir.
Christopher Caird leikmaður Tindastóls hefur verið valinn í landsliðshópinn og mun því æfa með liðinu í undirbúningnum fyrir Eurobaset. Caird sem er breskur að uppruna en hefur leikið á Íslandi í nokkur ár, fyrst með FSu en samdi við Tindastól fyrir síðasta tímabil.
Breska körfuknattleikslandsliðið hefur þrisvar áður farið á lokamót Eurobasket en var ekki með árið 2015 en þá var liðið með Íslandi í riðli í undankeppninni. Liðið hefur best náð 13 sæti mótsins en yngri landsliðs Bretlands hafa vaxið á síðustu árum og komst til að mynda U20 landslið þeirra í A-deild á dögunum.
Bretland leikur í D-riðli ásamt Rússlandi, Serbíu, Lettlandi, Tyrklandi og Belgíu en riðillinn fer fram í Istanbúl, Tyrklandi. Eurobasket hefst þann 31. ágúst en Ísland er í A-riðli mótsins og leikur í Finnlandi.
24. manna landsliðshóp Bretlands má finna hér að neðan:
Kieron Achara | Glasgow Rocks | |
Fahro Alihodzic | Panionios (GRE) | |
Kavell Bigby-Williams | LSU (NCAA) | |
Eric Boateng | Blois (FRA) | |
Chris Caird | Tindastoll (ICE) | |
Jesse Chuku | Kolossos (GRE) | |
Dan Clark | UCAM Murcia (ESP) | |
Jules Dang Akodo | Burgos (ESP) | |
Ben Gordon | Texas Legends (USA) | |
Myles Hesson | Nanterre 92 (FRA) | |
Kyle Johnson | London Lightning (CAN) | |
Kofi Josephs | Hertener Loewen (GER) | |
Jermel Kennedy | Worcester Wolves | |
Sacha KIlleya-Jones | Kentucky (NCAA) | |
Andrew Lawrence | Champagne Chalons-Reims (FRA) | |
Ben Mockford | Palma (ESP) | |
Gareth Murray | Glasgow Rocks | |
Luke Nelson | Los Angeles Clippers (USA) | |
Teddy Okereafor | Pistoia Basket (ITA) | |
Gabe Olaseni | Orleans (FRA) | |
Justin Sears | Ludwigsberg (GER) | |
Ovie Soko | UCAM Murcia (ESP) | |
Conner Washington | Naestved (DEN) | |
Carl Wheatle | Biella (ITA) |