spot_img
HomeFréttirLeikmaður Hamars varð fyrir kynþáttaníð

Leikmaður Hamars varð fyrir kynþáttaníð

Hamar vann öruggan sigur á Sindra á Höfn í Hornafirði er liðin mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla.

Fanney Lind Thomas segir frá því á Twitter að erlendur leikmaður Hamars hafi orðið fyrir kynþáttafordómum á meðan á leiknum stóð. Erlendur leikmaður Hamars er hinn stór skemmtilegi Kinu Rochford sem lék með Þór Þ á síðustu leiktíð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem kynþáttafordómar koma fram á leik í efstu deildunum en Kristófer Acox sagði frá því að hann hefði einnig lent í því í leik gegn Tindastól á Sauðárkróki fyrr á þessu ári.

Ljóst er að það verður að taka hart á þessum málum enda ekki eitthvað sem ættu að líðast á árinu 2019. Ekki er vitað á þessari stundu hvort málið komi fyrir í skýrslu dómara.

Fréttir
- Auglýsing -