spot_img
HomeFréttirLeiklýsing á dönskum leik á íslensku

Leiklýsing á dönskum leik á íslensku

10:45

{mosimage}

Hinrik á sínum yngri árum 

Leikmenn Høbas í dönsku 1. deildinni, liðið sem Hinrik Gunnarsson leikur með hefur þá skemmtilegu reglu að sá sem er með verstu vítanýtinguna í hverjum leik skrifar um leikinn fyrir heimasíðu liðsins. Fyrir rúmri viku lék Høbas gegn Virum og sigraði en okkar með, Hinrik, var ekki heitur á vítalínunni.

Það kom því í hans hlut að skrifa leiklýsingu á heimasíðu þeirra og valdi kappinn að gera það á íslensku, hann endar svo pistilinn á því að segja að hann geti ekki skrifað meira því hann sé farinn að æfa vítin svo næsti pistill verði á dönsku.

Hægt er að lesa pistilinn hér undir frétt af leik Virum og Høbas.

[email protected]

Mynd: Ólafur Rafnsson

Fréttir
- Auglýsing -