spot_img
HomeFréttirLeikjadagskrá heimsmeistaramótsins klár

Leikjadagskrá heimsmeistaramótsins klár

Búið er að gefa út leikjadagskrá vegna heimsmeistaramótsins í Tyrklandi í sumar en fyrsti keppnisdagurinn er laugardagurinn 28. ágúst. Augu flestra verða án efa á bandaríska liðinu en þeir hefja leik gegn Króatíu í Istanbúl á meðan Evrópumeistarar Spánverja mæta grönnum sínum frá Frakklandi.
Heimamenn í Tyrklandi etja kappi gegn Fílabeinsströndinni en margir áhugaverðir leikir eru fyrstu dagana.
 
Hægt er að sjá alla leikjadagskrána með því að smella hér.
 
Riðlaskiptinguna er hægt að sjá hér.
 
Mynd: Gasol og félagar í Spáni mæta Frökkum í fyrsta leik
Fréttir
- Auglýsing -