spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaLeikir Vals og Tindastóls á tímabilinu

Leikir Vals og Tindastóls á tímabilinu

Valur tekur á móti Tindastóli annað kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Um er að ræða sömu lið og mættust í úrslitum í fyrra, en þá hafði Valur sigur eftir oddaleik í æsispennandi einvígi, 3-2.

Gengi liðanna í deildinni þennan veturinn var nokkuð ólíkt, þar sem Valur vann deildarmeistaratitilinn með 34 stig á meðan að Tindastóll hafnaði í fimmta sætinu með 26 stig. Gengi liðanna á seinni hluta tímabilsins var þó nokkuð svipaður, þar sem bæði unnu 7 af síðustu 10 leikjum sínum.

Innbyrðis skiptu liðin með sér sigrum í tveimur leikjum á tímabilinu. Þann 29. desember hafði Valur 10 stiga sigur í Síkinu, 74-84, en Stólarnir kvittuðu fyrir það og gott betur með 27 stiga sigri í Origo Höllinni þann 30. mars síðastliðinn.

Stigahæstur Valsmanna í leikjunum tveimur var Kári Jónsson með 17 stig að meðaltali í leik á meðan að Keyshawn Woods var stigahæstur fyrir Tindastól með 19 stig að meðaltali í leik.

Hér má skoða leiki Vals og Tindastóls á tímabilinu

Fréttir
- Auglýsing -