spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Þrír leikir í úrvalsdeild karla

Leikir kvöldsins: Þrír leikir í úrvalsdeild karla

Í kvöld hefst sextánda umferðin í Iceland Express deild karla með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Þá lýkur 22. umferðinni í Iceland Express deild kvenna með viðureign Fjölnis og Keflavíkur kl. 17:00 í Dalhúsum í Grafarvogi og því tvíhöfði í boði í Grafarvogi í dag.
Leikir kvöldsins í IEX-deild karla:
 
19:15 Fjölnir-Haukar
19:15 Stjarnan-Þór Þorlákshöfn
19:15 Njarðvík-Snæfell
 
Einn leikur er í 1. deild karla í kvöld þegar KFÍ tekur á móti ÍG í Jakanum kl. 19:15.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -