09:33
{mosimage}
(Það verður sannkallaður toppslagur í kvennaboltanum í Hveragerði í kvöld)
Þrír leikir fara fram í kvöld þegar fjórtándu og síðustu umferð venjulegrar deildarkeppni í Iceland Express deild kvenna lýkur. Þegar er vitað hvaða lið munu skipa A og B hluta mótsins en leikið verður í þessum tveimur riðlum uns komið er að úrslitakeppni. Allir þrír leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Haukar sem þegar hafa tryggt sér efsta sæti deildarinnar heimsækja Hamar sem er í 3. sæti en Hamar getur aðeins jafnað Keflavík að stigum með sigri í kvöld en Keflavík hefur betur í innbyrðisviðureignum og því mun Keflavík hafna í 2. sæti sama hver úrslitin verða þegar Keflavík heimsækir Val í Vodafonehöllina að Hlíðarenda. Þriðji og síðasti leikurinn er svo viðureign Grindavíkur og Snæfells í Röstinni en Snæfellingar komu á óvart fyrr á leiktíðinni með sigri á Grindavík í Fjárhúsinu í Stykkishólmi.
Svona lítur riðlaskiptingin út fyrir leiki kvöldsins
A-riðill:
Haukar 24
Keflavík 20
Hamar 18
KR 16
B-riðill:
Valur 14
Grindavík 8
Snæfell 4
Fjölnir 2
Sjá aðra leiki kvöldsins: http://kki.is/leikvarp.asp



