spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Sautjándu umferð lýkur í Glacial Höllinni

Leikir kvöldsins: Sautjándu umferð lýkur í Glacial Höllinni

Í kvöld lýkur sautjándu umferð í Domino´s deild karla en þá er einn leikur á boðstólunum þegar Þór Þorlákshöfn tekur á móti Haukum í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn verður í beinni á Sport TV.
 
 
Þór vann fyrri viðureign liðanna á tímabilinu í Schenkerhöllinni 94-109 þar sem Vincent Sanford fór mikinn með 31 stig en síðan þá hefur orðið sú breyting í ranni Þórs að Darrin Govens er mættur á parketið og Sanford farinn.
 
Fyrir leikinn í kvöld eru Haukar í 9. sæti deildarinnar með 16 stig en Þór í 5. sæti með 18 stig.
 
Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar Valur tekur á móti FSu kl. 19:30 í Vodafonehöllinni. Valsmenn eru í 5. sæti 1. deildar með 14 stig en FSu með 22 stig í 2. sæti deildarinnar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -