spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Nóg um að vera í Reykjanesbæ

Leikir kvöldsins: Nóg um að vera í Reykjanesbæ

Í kvöld lýkur 21. umferð í Iceland Express deild karla og fara þrír leikir fram kl. 19:15. Deildarmeistarar Grindavíkur mæta í Ljónagryfjuna og ÍR heimsækir Keflavík þannnig að það verður fjör í Reykjanesbæ í kvöld.
Leikir kvöldsins í IEX deild karla, 19:15
 
Njarðvík-Grindavík
Þór Þorlákshöfn-Valur
Keflavík-ÍR
 
Njarðvíkingar eiga í mikilli baráttu við ÍR og Fjölni um síðasta sætið í úrslitakeppninni og þurf nauðsynlega á sigri að halda gegn Grindavík sem tapað hefur síðustu tveimur deildarleikjum sínum.
 
Þórsarar fengu skell gegn Tindastól í síðustu umferð og verða því væntanlega ekki gestrisnir þegar botnlið Vals mætir í Icelandic Glacia höllina.
 
Keflvíkingar hafa einnig tapað síðustu tveimur deildarleikjum og vilja væntanlega rétta sinn hlut á heimavelli en ÍR þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttu sinni fyrir sæt í úrslitakeppninni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -