spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Nær KR að leggja H/S ?

Leikir kvöldsins: Nær KR að leggja H/S ?

12:20 

{mosimage}

 

 

(Mikið mun mæða á George Byrd í kvöld) 

 

 

Tveir síðustu leikirnir í 20. umferð Iceland Express deildar karla fara fram í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. KR fær silfurlið bikarúrslitanna, Hamar/Selfoss, í heimsókn í DHL-Höllina og botnlið Hauka tekur á móti bikarmeisturum ÍR að Ásvöllum.

 

Marel Örn Guðlaugsson slær leikjametið í úrvalsdeild í kvöld og verður leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Haukar þurfa nauðsynlega á sigri að halda en þeir hafa 8 stig á botni deildarinnar. ÍR er í 7. sæti deildarinnar með 14 stig og takist þeim að ná fram sigri í kvöld er víst að þeir munu taka þátt í úrslitakeppninni en það er ekki öruggt um þessar mundir.

 

KR berst við Skallagrím um 2. sætið í deildinni en þeim hefur ekki vegnað vel gegn H/S í vetur. KR lá í Hveragerði í fyrri leik liðanna í vetur og Hamar/Selfoss sló þá svo út úr Lýsingarbikarkeppninni og hafa því 2-0 vinninginn á KR í vetur.

 

Þá fer einn leikur fram í 1. deild karla þegar FSu tekur á móti Þór Akureyri en Þórsarar hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -