spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Lokaumferðin fer fram í kvöld!

Leikir kvöldsins: Lokaumferðin fer fram í kvöld!

Í kvöld fer fram lokaumferðin í Domino´s-deild karla og því eru sex leikir á boðstólunum. Allir hefjast þeir kl. 19:15 en viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Í Garðabæ verður barist um 2. sætið í deildinni en Keflavík og Stjarnan hafa bæði 30 stig í 2.-3. sæti deildarinnar svo sigurvegari kvöldsins hreppir 2. sætið og mætir Njarðvík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Þá skýrist það einnig í kvöld hvort það verði Snæfell eða Grindavík sem verði síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Höttur og FSu eru þegar fallin en Snæfell og Grindavík eru jöfn að stigum í 8.-9. sæti með 16 stig en Snæfell hefur betur innbyrðis. 

 

Á dögunum þá reifuðum við ítarlega möguleika liðanna og í hvaða sætum þau gætu endað – sjá þá grein hér. 

 

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15

 

Haukar – Höttur

Þór Þorlákshöfn – Snæfell

Stjarnan – Keflavík 

ÍR – KR 

FSu – Tindastóll 

Grindavík – Njarðvík 

 

Leikir kvöldsins í 1. deild karla, 19:15 

 

ÍA – Ármann

 

Staðan í Domino´s-deild karla

Staða
 
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 21 17 4 34 1923/1610 91.6/76.7 10/1 7/3 91.5/72.8 91.6/80.9 4/1 8/2 +1 +5 -1 1/2
2. Keflavík 21 15 6 30 1999/1880 95.2/89.5 7/4 8/2 96.5/91.2 93.7/87.7 2/3 6/4 +2 +1 +1 5/1
3. Stjarnan 21 15 6 30 1776/1644 84.6/78.3 8/2 7/4 86.4/76.1 82.9/80.3 4/1 8/2 +3 +1 +3 5/2
4. Haukar 21 14 7 28 1789/1626 85.2/77.4 6/4 8/3 82.7/78.5 87.5/76.5 5/0 7/3 +7 +3 +4 1/2
5. Þór Þ. 21 13 8 26 1809/1679 86.1/80.0 5/5 8/3 86.3/77.7 86.0/82.0 3/2 6/4 +2 +1 +1 3/1
6. Tindastóll 21 13 8 26 1796/1700 85.5/81.0 9/2 4/6 87.7/78.4 83.1/83.8 5/0 7/3 +6 +4 +2
Fréttir
- Auglýsing -