spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: KFÍ tekur á móti Stjörnunni

Leikir kvöldsins: KFÍ tekur á móti Stjörnunni

Það er af nægu að taka í kvöld, alls sex leikir í boði í úrvals- og 1. deild karla. KFÍ tekur á móti Stjörnunni í lokaleik 21. umferð Dominosdeildarinnar.
Mikið er í húfi í lokaumferð 1. deildar karla. Þór Ak. verður að vinna sína viðureign til að tryggja sér annað sætið því bæði Höttur og Fjölnir geta jafnað þá að stigum og tekið af þeim annað sætið, því þau eiga innbirgðis úrslit, með sigri í kvöld ef Þór Ak. tapar. Höttur á svo innbirgðis gegn Fjölni verði þau jöfn að stigum. Ekki er síðri spennan um lokasætið í umspili því margt getur gerst þar. Breiðablik á innbirgðis gegn Hamri verða þau jöfn að stigum á meðan að FSu á innbirgðis gegn Breiðablik. Hinsvegar ef Breiðablik tapar og bæði Hamar og FSu sigra þá verða öll lið jöfn með 18 stig og í þeirri stöðu fer Hamar í 5. sætið.
 
Úrvalsdeild karla
kl. 19:15 
KFÍ – Stjarnan, Ísafjörður SÝNDUR BEINT Á KFITV.IS
 
1. deild karla
kl. 19:15
Tindastóll – Höttur, Sauðárkrókur
Breiðablik – Þór Ak., Smárinn
FSu – Vængir Júpiters, Iða
Fjölnir – ÍA, Dalhús
 
kl. 20:30
Augnablik – Hamar, Kórinn
 
Mynd/ Heiða – Fjölnir stefna að því að gera allt sem þeir geta til að ná heimavallarétti. Á sama tíma stefna FSu að því að ná í sigur til að eiga möguleika á því að komast í umspil
Fréttir
- Auglýsing -