spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins: Keflavík og Snæfell á síðasta séns

Leikir kvöldsins: Keflavík og Snæfell á síðasta séns

Tveir leikir fara fram í kvöld í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla þar sem leiktíðin verður lögð að veði í Stykkishólmi og Keflavík. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 í Toyota-höllinni og í Stykkishólmi.
Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn leiða 1-0 gegn Snæfell sem og Stjarnan gegn Keflavík. Stjörnunni og Þór dugir sigur í kvöld til að tryggja sér farseðilinn inn í undanúrslit líkt og KR og Grindavík gerðu í gærkvöldi.
 
Gera má ráð fyrir svakalegum leikjum í kvöld en vinni Keflavík og Snæfell þarf að bregða til oddaleikja.
 
  
Mynd/ Hjalti Vignis frá fyrsta leik Þórs og Snæfells í Icelandic Glacial Höllinni
Fréttir
- Auglýsing -