spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins í Dominosdeild karla

Leikir kvöldsins í Dominosdeild karla

Næst síðasta umferð Dominosdeildar karla fer fram í kvöld og eru fimm leikir á dagskrá sem hefjast allir kl.19:15.
Skallagrímur er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og Haukar eiga von um heimavallarrétt. Hugsanlegur forsmekkur af mögulegu einvígi Þórs Þ. og Grindavíkur. Keflavík verður að girða sig í brók eftir slæmt gegni undanfarið ef þeir vilja halda öðru sætinu og ÍR vilja ólmir komast í úrslitakeppnina. Njarðvík þarf að sigra ef þeir vilja halda heimavallrétti því Haukar eru anda ofan í hálsmálið á þeim, eins er Snæfell með ÍR fast á hælum sér og þurfa einnig sigur til að halda sér í úrslitakeppninni. KR tekur á móti deildarbikarnum og verður væntanlega fjölmennt í DHL höllinni að þeim sökum en Valur eru löngu fallnir og bara eftir að klára tímabilið með sóma.
 
Úrvalsdeild karla kl.19:15
Skallagrímur – Haukar, Borgarnes
Þór Þorlákshöfn – Grindavík, Icelandic Glacial höllin
Keflavík – ÍR, TM höllin
Njarðvík – Snæfell, Njarðvík
KR – Valur, DHL-höllin SÝNDUR BEINT Á KRTV.IS
 
Mynd/ Axel FInnur – Það verður fagnað í kvöld þegar deildarbikarinn fer í loftið
 
Fréttir
- Auglýsing -