spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins hér heima

Leikir kvöldsins hér heima

07:57 

{mosimage}

 

(Hjörtur verður að finna taktinn með lærisveinum sínum í Haukum í kvöld ef liðið á að eiga möguleika á því að komast í úrslitakeppnina) 

 

Sex leikir eru á dagskrá í kvöld í deildunum hér heima. Að Ásvöllum í Hafnarfirði mætast heimamenn Hauka og Þór Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla en Haukar eru rétt eins og á síðustu leiktíð við botn deildarinnar. Haukar hafa aðeins unnið einn leik í deildinni en Þórsarar hafa unnið tvo leiki. Haukar steinlágu gegn Skallagrím í síðasta leik sínum sem fram fór að Ásvöllum en Þórsarar lögðu Fjölni í framlengdum spennu leik með tveimur stigum. Vafalaust vilja Hafnfirðingar vera sem fjærst frá botninum en spurningin er hvort liðið hafi sterkari vilja til að vinna í kvöld. Liðinu sem spáð var falli, Þór, eða Haukar, liðinu sem spáð var inn í úrslitakeppnina. Leikurinn hefst kl. 19:15 að Ásvöllum.

 

Í Iceland Express deild kvenna verða tveir leikir leiknir í kvöld. Nýliðar Hamars taka á móti Grindavík og Breiðablik tekur á móti Keflavík. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 og er fastlega gert ráð fyrir útisigrum í kvöld í kvennadeildinni. Breiðablik er á botni deildarinnar án sigurs og nýliðar Hamars eru í fimmta og næst síðasta sæti. Blikar veðja enn á Tiara Harris sem bandarískan leikmann í sínum röðum en samanborin við löndur sínar í hinum liðiunum þykir hún ekki jafn sterkur leikmaður en Magnús Guðfinnsson, þjálfari Blika, virðist sjá eitthvað við leikmanninn sem aðrir fara á mis við.

 

Þó Hamar hafa sýnt góða takta á köflum þá hefur liðið einfaldlega ekki það bolmagn í leik sínum til að leggja Grindavík að velli. Tamara Bowie er einfaldlega of sterk fyrir Hamarskonur og ef hún fær góða hjálp frá leikmönnum á borð við Hildi og Ölmu þá fær Hamar lítt við ráðið.

 

Aðrir leikir kvöldsins

 

18:00 – 1. deild karla: Höttur-Ármann/Þróttur

19:15 – 1. deild karla: Þór Akureyri – Breiðablik

19:15 – 2. deild kvenna: KR-Hamar/Selfoss B

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -