Í kvöld lýkur þriðju umferðinni í Iceland Express deild karla. Umferðin hófst í gær þar sem Grindavík fór á toppinn, Keflavík lagði Val og Fjölnir nældi í sigur í Síkinu í Skagafirði. Gærkvöldið var fjarri því tíðindalaust því eins og við höfum þegar greint frá sagði Borce Ilievski skilið við þjálfarastól Tindastóls og James Bartolotta nefbrotnaði illa gegn Grindvíkingum.
Leikir kvöldsins í IE-deild karla:
19.15: KR-Njarðvík
19.15: Þór Þorlákshöfn-Snæfell
19.15: Haukar-Stjarnan
Aðrir leikir kvöldsins:
1. deild karla
19.15: Ármann-Þór Akureyri
19.15: ÍA-ÍG
19.15: FSu-KFÍ
19.15: Hamar-Höttur
1. deild kvenna
19.15: Breiðablik-Laugdælir
2. deild karla
19.00: Reynir Sandgerði-Álftanes
19.30: Hekla-Víkingur Ólafsvík
20.00: Mostri-Patrekur
Mynd/ [email protected] – Haukar fá Stjörnuna í heimsókn í kvöld í Iceland Express deild karla.