spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins

Leikir kvöldsins

10:42 

{mosimage}

 

 

Í kvöld lýkur 15. umferð í Iceland Express deild karla í körfuknattleik þegar tveir leikir fara fram. Í Ljónagryfjunni taka Íslandsmeistarar Njarðvíkur á móti Tindastól en Fjölnir mætir KR í Grafarvogi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

 

Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar með 24 stig en Tindastóll er í 7. sæti með 12 stig og hafa unnið fjóra síðustu deildarleiki sína. Njarðvíkingar hafa unnið sjö síðustu deildarleiki en þeirra síðasta tap í deildinni var gegn KR þann 19. nóvember síðastliðinn.

 

KR er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Fjölnir hefur 6 og er á botninum með Haukum. Með sigri í kvöld kemst KR að nýju upp fyrir Skallagrím og ef Njarðvík tapar gegn Tindastól eiga þeir möguleika á toppsætinu.

 

Í Iceland Express deild kvenna mætast Breiðablik og ÍS og er sigur lífsnauðsynlegur fyrir Blikastúlkur ætli þær sér að vera áfram í deildinni. ÍS er í 4. sæti deildarinnar með 10 stig en Breiðablik hefur 2 stig í botnsætinu og á í harðri keppni við Hamar um tilveruréttinn í deildinni.

 

Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Hetti í Ásgarði í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 20:00 en liðin mættust þann 26. janúar á Egilsstöðum þar sem Stjarnan hafði nauman 97-100 sigur.

Fréttir
- Auglýsing -