spot_img
HomeFréttirLeikir kvöldsins

Leikir kvöldsins

15:35

{mosimage}

Tveir leikir eru í Iceland Express-deild karla í kvöld og tveir leikir í 1. deild karla.

Stórleikur kvöldsins er án efa leikur Keflavíkur og Snæfells í IE-deild karla. Sjóðheitir Keflvíkingar voru kældir í síðasta leik af grönnum sínum í Grindavík á meðan Snæfellingar skelltu Njarðvíkingum. Keflvíkingar vilja án efa komast aftur á sigurbraut og hefna ófara frænda sinna í Njarðvík og vinna Snæfellinga í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Á Sauðárkrók taka heimamenn á móti ÍR-ingum í leik sem gæti orðið afar spennandi. Það er ekki auðvelt að sækja Stólana heim og eiga bikarmeistara ÍR eftir að eiga erfiðan leik fyrir höndum. Hefst hann kl. 19:15.

Í 1. deild karla eru tveir og hefjast báðir kl. 20:00. Haukamenn skella sér í Vodafone-höllina og heimsækja frændur sína í Val. Síðast þegar þessi lið mættust unnu Valsmenn sannfærandi sigur.

Sandgerðingar fá Héraðsbúa í heimsókn í kvöld. Reynir hefur aðeins unnið einn leik í vetur á meðan Hattarmenn hafa staðið sig ágætlega.

Einn leikur er í 2. deild karla en það er viðureign HK og Leiknis Reykjavík.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -