Toppslagur fer fram í 1. deild kvenna í kvöld þegar KR tekur á móti toppliði Skallagríms kl. 19:15 í DHL-Höllinni. Skallagrímur vermir toppsæti deildarinnar með 28 stig en KR er í 2. sæti með 18 stig. Þó er ekki enn öll von úti hjá KR í baráttunni um toppsætið en það er langsóttur möguleiki.
Fjórföld umferð er í 1. deild kvenna og Skallagrímur sem leikið hefur 15 leiki hefur 28 stig. KR hefur leikið 13 leiki og er með 18 stig. Sigur hjá KR í kvöld minnkar forystu Skallagríms niður í 8 stig, þá á KR 10 stig eftir í pottinum. Þau tíu stig verða að detta í hús og Skallagrímur að misstíga sig ansi oft, nánast tapa öllum leikjum sem eftir eru í deildinni til þess að KR geti orðið deildarmeistari. Líkast til eru liðin ekki farin að hugsa svona langt heldur einbeita sér að slag kvöldsins og má búast við góðum leik í DHL-höllinni í kvöld.
Ef Skallagrímur vinnur í kvöld verður liðið deildarmeistari því þá setja Borgnesingar 12 stig á milli sín og KR og aðeins 10 stig verða eftir í pottinum fyrir KR-inga.
Þá mætast Breiðablik og Þór Þorlákshöfn/Reynir kl. 19:00 í Smáranum í unglingaflokki karla og Ármann/Valur mætir KR í stúlknaflokki kl. 20:00 í Kennó.
Staðan í 1. deild kvenna
| Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Skallagrímur | 14/1 | 28 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | KR | 9/4 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | Njarðvík | 7/5 | 14 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | Breiðablik | 6/9 | 12 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 5. | Þór Ak. | 4/6 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 6. | Fjölnir | 0/15 | 0 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||



