Í kvöld mætast Valur og Snæfell í lokaleik 16-liða úrslitanna í Poweradebikarkeppni karla en fresta varð viðureign liðanna í gærkvöldi sökum veðurs. Leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni í kvöld kl. 19:30.
Í hádeginu á eftir verður svo dregið í 8-liða úrslit keppninnar þar sem Valur og Snæfell verða saman á miða og sigurvegari kvöldsins mætir svo mótherja liðanna sem kemur upp úr bikarskálinni frægu sem Keflvíkingurinn Falur Harðarson flutti til landsins fyrir margt löngu síðan.
Mynd/ Pálmi og Hólmarar mæta að Hliðarenda í kvöld.



