Í dag fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna. Valur tekur á móti Keflavík og KR fær Snæfell í heimsókn. Valur leiðir 2-1 gegn Keflavík og KR leiðir 2-1 gegn Snæfell. Báðir leikirnir hefjast kl. 16:00.
Valur leiðir 2-1 gegn Keflavík og getur með sigri í dag tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar. Liðin hafa leikið þrjá leiki og allir hafa þeir unnist á útivelli en slíkt hið sama er einnig uppi á teningnum í rimmu Snæfells og KR! KR leiðir einvígið 2-1 og sigur í dag kemur þeim í úrslit svo tvö efstu lið deildarkeppninnar, Keflavík og Snæfell, eru á síðasta séns.
Lokamót í 7. flokki stúlkna og MB drengja fara fram núna um helgina og hefst keppnishald í dag á báðum mótum. Stúlkur leika í Reykjanesbæ í umsjón Keflavíkur og drengir í Ásgarði Garðabæ í umsjón Stjörnunnar.
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson – Hólmarar þurfa að vinna á sterkum heimavelli KR í dag til að tryggja sér oddaleik í Stykkishólmi.