spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Valur og Haukar mætast í Domino´s deild kvenna

Leikir dagsins: Valur og Haukar mætast í Domino´s deild kvenna

Í mörg horn verður að líta í dag en fjöldi fjölliðamóta fer fram, leikið í neðri deildum og þá er líka einn leikur í Domino´s deild kvenna þegar Valur og Haukar mætast í Vodafonehöllinni.
 
 
Hér eru að mætast liðin sem spáð var 1. og 2. sæti í deildinni en hafa ekki staðið undir þeim væntingum í upphafi móts, bæði hafa leikið fjóra leiki, tapað þremur og unnið einn.
 
Eins vantar ekki að framtíð körfuboltans verður upptekin í dag og á morgun, fjölliðamót í Njarðvík, DHL-Höllinni, Vodafonehöllinni, Ásgarði og Glerárskóla svo eitthvað sé nefnt.
 
  
Mynd/ Margrét Rósa Hálfdánardóttir og Haukar heimsækja Valskonur í dag…bæði lið eiga einn sigur á tímabilinu og það einmitt gegn KR.
Fréttir
- Auglýsing -