Tveir leikir fara fram í undanúrslitum 1. deildar karla í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val og Hamar tekur á móti Fjölni. Valur leiðir 2-1 gegn Blikum og Hamarsmenn leiða 2-1 gegn Fjölni.
Viðureign Blika og Vals hefst kl. 19:15 í Smáranum þar sem verður mikið um dýrðir og Herra Hnetusmjör mun m.a. sjá um að kynda undir áhorfendum.
Leikur Hamars og Fjölnis hefst kl. 19:30 í Frystikistunni og ekki von á síðara fjöri þar en í Smáranum.
Allir leikir dagsins
| Unglingaflokkur kvenna | Ármann/Stjarnan ungl. fl. st. | Breiðablik/Snæfell ungl. fl. st. | Kennaraháskólinn | ||
| 23-03-2017 19:00 | 7. flokkur stúlkna | Njarðvík 7. fl. st. | Breiðablik 7. fl. st. | Njarðvík | |
| 23-03-2017 19:15 | 1. deild karla | Breiðablik | Valur | Smárinn | |
| 23-03-2017 19:30 | 3. deild karla | Þór Þ. b | ÍR b | Icelandic Glacial höllin | |
| 23-03-2017 19:30 | 1. deild karla | Hamar | Fjölnir | Hveragerði |
Mynd/ Bára Dröfn – Fjölnismenn þurfa á sigri að halda í Frystikistunni í kvöld til þess að knýja fram oddaleik í Dalhúsum.



