spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Valur-Hamar í Vodafonehöllinni

Leikir dagsins: Valur-Hamar í Vodafonehöllinni

11:12
{mosimage}

(Lovísa Guðmundsdóttir og Valskonur taka á móti Hamri í kvöld) 

Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna þegar Valur tekur á mót Hamri í Vodafonehöllinni kl. 20:00 í kvöld. Valskonur hafa verið heitar að undanförnu og lögðu KR í DHL-Höllinni í síðasta leik. Valur hefur 12 stig í 5. sæti deildarinnar, 10 stigum á eftir Haukum og eiga enn fræðilegan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Slakt gengi liðsins framan af leiktíðinni setur þó stórt strik í reikninginn. Hamar á ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með 6 stig. 

Þá fer einn leikur fram í 1. deild karla þegar Þróttur Vogum mætir FSu í Iðu á Selfossi kl. 19:15. FSu á í hörðum toppslag við Breiðablik en Þróttur er við botn deildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni.  

Tveir leikir fara fram í A-riðli í drengjaflokki. Breiðablik tekur á móti Haukum í Smáranum kl. 20:00 og Stjarnan tekur á móti Keflavík kl. 20:30 í Ásgarði.  

Þá er einn leikur í bikarkeppni yngri flokka þegar Skallagrímur tekur á móti KR í 9. flokki kvenna kl. 19:00 í Borgarnesi.

 

Fréttir
- Auglýsing -