Í dag hefjast úrslitin í Domino´s deild kvenna en þar mætast deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur og KR. Keflvíkingar eru með heimaleikjaréttinn í seríunni og hefst leikur liðanna kl. 16:00 í Toyota-höllinni í dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.
Keflvíkingar komust í úrslit með 3-2 sigri gegn Val en KR lagði Snæfell 3-1 á leið sinni í úrslit.
Þá fara fram undanúrslit í yngri flokkum í dag en leikið er í Ljónagryfjunni í Njarðvík og er þetta fyrri úrslitahelgi yngri flokka:
9. flokkur stúlkna – undanúrslit
10:00 Haukar-Tindastóll
11:45 Keflavík-Breiðablik
10. flokkur drengja – undanúrslit
13:30 Njarðvík-Haukar
15:15 Grindavík-KR
Drengjaflokkur – undanúrslit
17:00 Stjarnan-Þór Þorlákshöfn/Hamar
19:00 Njarðvík-Tindastóll
Þá fer fram einn leikur í 2. deild karla þegar Vængir Júpíters og Mostri mætast kl. 16:00 í Íþróttahúsi Kennaraháskólans. Bæði lið hafa unnið sér inn sæti í 1. deild karla á næstu leiktíð en í dag verður úr því skorið hvort liðið er sigurvegari í 2. deild þetta árið.
Mynd/ [email protected] – Bryndís Guðmundsdóttir og Keflavíkurkonur taka á móti KR í dag í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum kvenna.