spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Úrslitastund í Borgarnesi

Leikir dagsins: Úrslitastund í Borgarnesi

Í kvöld er komið að úrslitastundu í 1. deild karla þegar oddaleikur Skallagríms og ÍA fer fram í Borgarnesi. Þá mætast Njarðvík og Snæfell í sínum þriðja leik í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Báðir leikirnir hefjast á slaginu 19:15.
Staðan í einvíginu hjá Njarðvík og Snæfell er 1-1, Njarðvíkingar unnu fyrsta leik en Hólmarar tóku slag tvö. Í báðum leikjum var mikil spenna á ferðinni og því búist við hörku leik í Ljónagryfjunni í kvöld.
 
Hjá Skallagrím og ÍA er staðan einnig 1-1 og því er oddaleikur í Borgarnesi í kvöld. Fjósið var fullt í fyrsta leik, Jaðarsbakkar fullir í öðrum leik og því ætti fólk að mæta tímanlega í Fjósið í kvöld til að tryggja sér sæti.
  
Fréttir
- Auglýsing -