spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna hefst í kvöld!

Leikir dagsins: Úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna hefst í kvöld!

Úrslitakeppnin í Domino´s-deild kvenna hefst í kvöld þar sem Haukar og Grindavík eigast við annarsvegar og Snæfell og Valur hinsvegar. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Þá hefst undanúrslitaeinvígi Fjölnis og ÍA í 1. deild karla.

Haukar sem eru deildarmeistarar í Domino´s-deild kvenna eiga heimaleikjaréttinn gegn Grindavík sem var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Þá er Snæfell með heimavöllinn gegn Val en Snæfell hafnaði í 2. sæti deildarkeppninnar og Valur í því þriðja. 

 

Í dag birtum við jafnt og þétt viðtöl við leikmenn úr öllum fjórum liðunum í úrslitakeppni Domino´s-deildar kvenna en Karfan TV ræddi við fulltrúa liðanna á blaðamannafundi KKÍ á dögunum. 

 

Í 1. deild karla mætast svo Fjölnir og ÍA kl. 19:15 í Dalhúsum en Fjölnir hafnaði í 2. sæti í deildarkeppninni en ÍA í því fjórða og því hafa Dalhúsamenn heimaleikjaréttinn í einvíginu.

 

Í 1. deild kvenna mætast Njarðvík og Þór Akureyri kl. 19:30 í Ljónagryfjunni en örlög þessara tveggja liða sem á tíma voru í baráttu um að komast í úrslitarimmuna gegn Skallagrím eru þegar ráðin. Það verður KR sem leikur gegn Skallagrím í úrslitum deildarinnar og því hefur leikurinn í kvöld ekki vægi þegar kemur að úrslitum deildarinnar. Njarðvík og Þór munu leika áfram á næstu leiktíð í 1. deild. 

 

Allir leikir dagsins
 

30-03-2016 19:00 Unglingaflokkur karla Grindavík ungl. fl. dr.   Stjarnan ungl. fl. dr. Mustad höllin
30-03-2016 19:15 1. deild karla Fjölnir   ÍA Dalhús
30-03-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Haukar   Grindavík Schenkerhöllin
30-03-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Snæfell   Valur Stykkishólmur
30-03-2016 19:30 1. deild kvenna Njarðvík   Þór Ak. Njarðvík

Mynd/ [email protected]#HeForShe er þemað alla úrslitakeppnina, jafnt karla- og kvennamegin þetta árið.  

Fréttir
- Auglýsing -