Í kvöld hefst úrslitakeppnin í Domino´s deild kvenna og eru tveir leikir á dagskránni. Um er að ræða tvö undanúrslitaeinvígi þar sem Keflavík, Snæfell, KR og Valur taka þátt. Í öðru einvíginu eigast við Keflavík og Valur en Snæfell og KR í hinu. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Sport TV verður í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og mun sýna beint frá viðureign Keflavíkur og Vals. Keflvíkingar eru deildarmeistarar og hafa því heimaleikjaréttinn gegn Val í rimmunni. Snæfell hefur svo heimaleikjaréttinn í rimmunni gegn KR.
Í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna þarf að vinna þrjá leiki í undanúrslitum til að komast í úrslit, í sjálfum úrslitunum þarf einnig að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
Þá hefst annað undanúrslitaeinvígið í 1. deild karla þegar Hamar tekur á móti Hetti í Hveragerði kl. 19:15. Einvígi Vals og Þórs hófst í gærkvöldi þar sem Valsmenn tóku 1-0 forystu.



