spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Úrslit í B-deildinni og Njarðvík getur komist áfram

Leikir dagsins: Úrslit í B-deildinni og Njarðvík getur komist áfram

Í dag geta bikarmeistarar Njarðvíkur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna en þá fer fram fjórða undanúrslitaviðureign þeirra gegn Snæfell og leikið er í Hólminum kl. 15:00. Staðan í einvíginu er 2-1 Njarðvíkingum í vil.
Leikir Njarðvíkur og Snæfells hafa allir verið hjartastyrkjandi með eindæmum og því von á frábærum slag í Stykkishólmi. Ef Snæfell nær sigri í dag jafna þær rimmuna 2-2 og því mun þá koma til oddaleiks í Ljónagryfjunni 4. apríl.
 
Þá fer fram úrslitaleikur í B-deild karla í dag þar sem eigast við Haukar og KR í Íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 15:15.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -