spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Undanúrslitin í kvennaboltanum hefjast í kvöld

Leikir dagsins: Undanúrslitin í kvennaboltanum hefjast í kvöld

06:00
{mosimage}

(Slagurinn hefst að Ásvöllum í kvöld!)

Í kvöld hefjast undanúrslitin í Iceland Express deild kvenna þar sem annarsvegar mætast deildarmeistarar Hauka og Hamar og hinsvegar ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur og Subwaybikarmeistarar KR. Haukar og Hamar ríða á vaðið í kvöld og þar sem Haukar eiga heimaleikjaréttinn fer fyrsti leikurinn fram að Ásvöllum í kvöld kl. 19:15.

Hamar vann sögulegan sigur á Haukum í næstsíðustu umferð A-riðils nú fyrir skemmstu þegar Hvergerðingar unnu 54-61 sigur að Ásvöllum en það var fyrsti sigur Hamars gegn Haukum í sögu kvennaboltans. Von er á mögnuðu einvígi en fyrr í vetur var sérdeilis hjartastyrkjandi leikur millum þessara liða þegar Slavica Dimovska tryggði Haukum sigurinn með ótrúlegu langskoti um leið og lokaflautið gall. Það ætti því enginn að láta sig vanta á Ásvelli í kvöld.

Þá eru einnig leikir í yngri flokkum í kvöld en yfirlit yfir þá má sjá á Leikvarpi KKÍ – http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=10.3.2009

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -