Í dag fara fram undanúrslit karla í Poweradebikarnum. Fyrri leikur dagsins er kl. 15:00 þegar Keflavík tekur á móti Grindavík í Toyota-höllinni. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV.
Snæfell og Stjarnan eigast við kl. 19:15 í Stykkishólmi og sigurvegarar dagsins mætast svo í bikarúrslitum í Laugardalshöll þann 16. febrúar næstkomandi.
Keflvíkingar eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir lögðu Tindastól í Höllinni á síðustu leiktíð. Af þeim fjórum liðum sem leika nú til bikarúrslita hefur Keflavík oftast orðið bikarmeistari eða 6 sinnum. Grindavík hefur 4 sinnum orðið bikarmeistari en Snæfell 2 sinnum og Stjarnan einu sinni.



