Tveir stórleikir fara fram í dag þegar undanúrslitin í Poweradebikarkeppni kvenna fara fram en báðar viðureignirnar eiga sér stað kl. 19:15. Ríkjandi bikarmeistarar Grindavíkur fá Stjörnuna í heimsókn og Keflavík tekur á móti Snæfell.
Á síðustu leiktíð fagnaði Grindavík sínum sjötta bikarmeistaratitli kvenna í sögu félagsins en sá titill kom í hús eftir 68-61 sigur gegn Keflavík. Bæði lið eru í undanúrslitum í kvöld svo það er alveg sá möguleiki fyrir hendi að Suðurnesjaliðin bjóði upp á endurtekið efni í Laugardalshöll. Snæfell og Stjarnan ætla sér væntanlega að hafa eitthvað um það að segja.
Leikir dagsins í undanúrslitum kvenna:
19:15 Grindavík – Stjarnan
19:15 Keflavík – Snæfell
Allir leikir dagsins
| 24-01-2016 13:30 | Drengjaflokkur | Þór Ak. dr. fl. | Hamar dr. fl. | Glerárskóli | |
| 24-01-2016 13:30 | Drengjaflokkur bikarkeppni | Breiðablik dr. fl. | Grindavík dr. fl. | Smárinn | |
| 24-01-2016 14:00 | 3. deild karla | Kormákur | ÍBV | Hvammstangi | |
| 24-01-2016 16:00 | 1. deild kvenna | Njarðvík | KR | Njarðvík | |
| 24-01-2016 16:00 | Unglingaflokkur kvenna | Breiðablik ungl. fl. st. | Haukar ungl. fl. st. | Smárinn | |
| 24-01-2016 16:00 | Unglingaflokkur kvenna | Hamar ungl. fl. st. | Tindastóll ungl. fl. st. | Hveragerði | |
| 24-01-2016 16:00 | 3. deild karla | Stjarnan b | Stál-úlfur | Ásgarður | |
| 24-01-2016 16:00 | Unglingaflokkur karla | FSu ungl. fl. dr. | Fjölnir ungl. fl. dr. | Iða | |
| 24-01-2016 19:15 | 1. deild kvenna | Fjölnir | Breiðablik | Dalhús | |
| 24-01-2016 19:15 | Bikarkeppni kvenna | Grindavík | Stjarnan | Mustad höllin | |
| 24-01-2016 19:15 | Bikarkeppni kvenna | Keflavík | Snæfell | TM höllin |
Mynd úr safni/ Tomasz Kolodziejski – Grindavíkurfögnuður í Laugardalshöll á síðasta tímabili.



