spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Tvíhöfðasunnudagur

Leikir dagsins: Tvíhöfðasunnudagur

 
Áfram heldur fjörið með fjölda leikja í yngri flokkum og neðri deildum í dag en keppni í fjórðu umferð Iceland Express deild kvenna heldur einnig áfram og þá hefst keppni í fjórðu umferð Iceland Express deildar karla. Tveir tvíhöfðar verða á boðstólunum, að Ásvöllum og í DHL-Höllinni svo það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í dag. 
IEX kvk:
17:00 Haukar-Njarðvík
17:00 KR-Snæfell
 
IEX kk (allir leikir 19:15):
Hamar-Keflavík
KR-Fjölnir
Haukar-Grindavík
 
 
Þá verður Jón Arnór Stefánsson í eldlínunni kl. 16:00 í dag þegar Granada tekur á móti Caja Laboral á heimavelli Granada. Jón og félagar eru á höttunum eftir sínum fyrstu stigum í deildinni eftir tap í þremur fyrstu umferðunum.

Í gær var Guðni Heiðar Valentínusson á ferðinni með Bakken Bears í dönsku úrvalsdeildinni. Guðni gerði 2 stig í stórsigri Bakken á Aalborg Vikings þar sem lokatölur voru 65-101 Bakken í vil. Guðni lék í tæpar 12 mínútur og tók einnig 4 fráköst.

 
Sigurður Þór Einarsson og Horsens IC fá Næstved í heimsókn í dag og Axel Kárason og félagar í Værlöse fá BK Amager í heimsókn.
 
Ljósmynd/Tomasz: Örvar Kristjánsson og lærisveinar í Fjölni lögðu Hamar í síðustu umferð en þar á undan hafði Hamar lagt KR, Fjölnir og KR mætast í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -