spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Tveir leikir í Subwaybikarnum

Leikir dagsins: Tveir leikir í Subwaybikarnum

13:04
{mosimage}

(Isom og félagar mæta í Ljónagryfjuna í kvöld)

16 liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna eru langt á veg komin og í kvöld verða tveir leikir. Njarðvíkingar taka á móti Þór Akureyri kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík og 16 liða úrslitum kvenna lýkur í kvöld þegar Hekla tekur á móti Ármanni á Hellu kl. 19:15.

 

Leikur Heklu og Ármanns er sá síðasti í fyrstu umferð kvennakeppninnar en Hamar sat hjá í fyrstu umferð. Þau lið í kvennaflokki sem hafa tryggt sig áfram í 8-liða úrslit eru:

Valur
Keflavík
KR
Skallagrímur
Haukar
Fjölnir
Hamar
Ármann/Hekla – kemur í ljós í kvöld!

Í karlaflokki átti viðureign Njarðvíkinga og Þórsara að vera sú síðasta í 16 liða úrslitum en fresta varð leik ÍBV og Stjörnunnar í gær vegna veður og verður hann síðasti leikurinn í 16 liða úrslitunum og fer fram 20. desember.

Þau lið í karlaflokki sem komin eru áfram eru:

KR
Grindavík
Haukar
Valur
ÍR
Keflavík
Njarðvík/ Þór Akureyri – kemur í ljós í kvöld!
ÍBV/Stjarnan – kemur í ljós 20. desember.

Þá er einn leikur í bikarkeppninni í 9. flokki kvenna þegar Valur tekur á móti Grindavík í Vodafonehöllinni kl. 19:20.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -